Sögusýningar
Bæklingar

Sýning um Samúel Jónsson.

Listamaðurinn með barnshjartað

Verk Samúels Jónssonar, „listamannsins með barnshjartað“, hafa verið mörgum ferðalanginum í Selárdal innblástur. Samúel byggði einn síns liðs kirkju utan um altaristöflu sem hann málaði þegar sóknarnefndin hafði hafnað myndinni. Efni í kirkjuna bar hann á bakinu úr fjörunni fyrir neðan. Nú er í kirkju Samúels sýning um líf hans og list og endurreisn verka hans. Hannaðir hafa verið minjagripir af þessu tilefni sem eru til sölu hjá Félagi um listasafn Samúels og í Skrímslasetrinu á Bíldudal. 

Hér er hægt að skoða bækling sem fylgir sýningunni.