Sögusýningar
Bæklingar


Steinn Steinarr
Aldarminning

Steinn Steinarr - Dalbæ
Kómedíuleikhúsið - Öldin hans Steins

Skáldið Steinn Steinarr fædd­ist að Laugalandi í Naut­eyrarhreppi árið 1908 og þann 21. júní síðastliðinn var dagskrá honum til heiðurs í Dalbæ. Þórður Helgason rithöfund­ur fjallaði um áhrif Steins á íslenskar bókmenntir. Ása Ketils­dóttir kvæðakona sem býr á fæðingarstað Steins sagði nokkur orð um tengsl hans við svæðið og flutti nokkur kvæða hans. Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson fluttu á vegum Kómedíuleikhússins leikþáttinn BÚLÚLALA – öldin hans Steins sem fjallar um skáldið með söngv­um og gítarundirleik og sönghópur frá Hólma­vík flutti nokkur ljóða Steins sem gerð hafa verið lög við.
 

Skoða bækling um Dalbæ