Sögusýningar
Bæklingar
Kvosin - vagga leiklistar 

Kvosin - vagga leiklistar á Íslandi
Kvosin - vagga leiklistar. Sýning 
í Aðalstræti 10.


Kvosin í Reykjavík er sannkölluð vagga íslenskrar leiklistar. Þar fóru fyrstu leiksýningarnar fram, þar voru fyrstu íslensku leikritin sýnd, þar risu fyrstu leikhúsin og þar stigu fyrstu leikstjörnurnar fram í sviðsljósið og heilluðu áhorfendur. Langflest hinna gömlu leikhúsa eru nú löngu horfin af yfirborði jarðar, en minning þeirra lifir í sögu leiklistarinnar. Þó að þetta starf væri unnið af áhugamönnum, skapaði það í fyllingu tímans jarðveg fyrir innlenda atvinnuleiklist. Á sýningu sem Leikminjasafn Íslands opnaði í Aðalstræti 10 í tilefni af vetrarhátíð er litið yfir þetta svið löngu horfinnar leikhúsmenningar. Reykjavíkurborg styrkti sýninguna sem er hönnuð af Sögumiðlun. Sýningin stendur yfir um óákveðinn tíma.