Sögusýningar
Bćklingar

Kaldalón og Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns
Sigvaldi Kaldalóns og Margrethe
kona hans áriđ 1919.

Á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 17 verđur opnuđ sögusýningin Kaldalón og Kaldalóns í sal Tónlistarskólans á Ísafirđi, en hún fjallar um tónskáldiđ og lćkninn Sigvalda Kaldalóns og tengsl hans viđ Djúpiđ. Sigvaldi Kaldalóns kenndi sig viđ Kaldalón, en hann bjó á Ármúla og starfađi ţar sem hérađslćknir á 2. áratug 20. aldar. Ţar samdi hann mörg sín ţekktustu lög, Ţú eina hjartans yndiđ mitt, Ég lít í anda liđna tíđ, Svanurinn minn syngur, Hamraborgin og mörg fleiri. Viđ opnun sýningarinnar munu ísfirskar listakonur flytja nokkur lög eftir Sigvalda. Arnţrúđur Gísladóttir leikur á ţverflautu og Herdís Anna Jónasdóttir syngur. Međleikur á píanó verđur í höndum Sigríđar Ragnarsdóttur. Guđfinna Hreiđarsdóttir mun jafnframt kynna bók sína um Höllu skáldkonu og Ólafur J. Engilbertsson mun fylgja sýningunni úr hlađi međ stuttu erindi. Ađ sýningunni og dagskránni stendur Snjáfjallasetur í samstarfi viđ Tónlistarskólann á Ísafirđi og Tónlistarfélag Ísafjarđar. Sögumiđlun ehf sá um gerđ sýningarinnar. Sýningin verđur opin á föstudaginn langa og laugardag fyrir páska kl. 15-17 báđa daga og mun standa í sumar. Sýningin nýtur styrks frá Menningarráđi Vestfjarđa.