Sögusýningar
Bæklingar

Ferðafélag barnanna – spennandi verkefni

Ferðafélag Íslands hefur nýlega stofnað Ferðafélag barnanna sem er þarft og spennandi verkefni. Sögumiðlun varð þess heiðurs aðnjótandi að fá  að vinna að upplýsingabæklingi um ferðalög með börnum sem nýlega kom út. Bæklingurinn ber einfaldlega heitið Ferðafélag barnanna en þar er að finna ferðaáætlun FÍ með ferðum sem sérstaklega eru ætlaðar börnum, hugmyndir að leikjum í náttúrunni og ferðum sem foreldrar og forráðamenn geta haft til hliðsjónar við skipulagningu fjölskylduferðarinnar. Einnig eru þar upplýsingar um nauðsynlegan búnað í mismunandi ferðir og margt fleira skemmtilegt. Hægt er að skoða bæklinginn á síðunni allirut.is og svo liggur hann víða frammi, t.d. á sundstöðum og fleiri opinberum stöðum. Svo má að sjálfsögðu fá hann á skrifstofu FÍ, mörkinni 6.

Skoða bæklinginn