Skilti á áningarstöðum í Kjós
Sögumiðlun sá um hönnun og hafði umsjón með textagerð skilta sem nú hafa verið sett upp á þremur áningarstöðum í Kjós; við Hvalfjarðareyri, Meðalfellsvatn og Hvítanes. Á skiltunum er m.a. sagt frá útsýni frá þessum stöðum, lífríki í nágrenni þeirra og sögu hernáms í Hvalfirði.
Baggalútur á Hvalfjarðareyri
Baggalútar eru kúlur í ýmsum litbrigðum sem myndast í líparíti. Gasbóla býr til holrúm í hraunið sem fyllist af kvarsi og myndar þannig kúlu. Baggalútar hafa verið nefndir blóðstemmusteinar og samvaxnar kúlur hreðjasteinar.