Hér má sjá eitt spjaldið af sýningunni
en þar er sagt frá ráninu á Bæ á
Rauðasandi 1579 er Eggert Hannesson
lögmaður var látinn ríða nakinn frá bæ
sínum til Patreksfjarðar.
Halldór Baldursson sá um myndskreytingu.
Sjóræningjahúsið á Patreksfirði opnaði fyrsta áfanga sjóræningjasýningar um mánaðarmótin maí/júní 2008. Um er að ræða sögusýningu um sjóræningja við Íslandsstrendur með megináherslu á sjórán í Pareksfirði og nágrenni. Sýningin er í kaffistofu Sjóræningjahússins í suðvesturenda Smiðjunnar á Vatneyri. Áformað er að opna stóra sýningu í Smiðjunni fyrir alla fjölskylduna um ævintýralegt líf sjóræningjanna vorið 2009. Sögumiðlun ehf. sá um hönnun og textagerð sýningarinnar.