Kynning á endurreisn listaverka Samúels Jónssonar í Brautarholti Selárdal
Sýning í kirkju Samúels.
Laugardaginn 4. júlí setti Sögumiðlun upp upplýsingaspjöld um endurreisn listaverka Samúels Jónssonar í Selárdal í kirkjunni sem hann byggði sjálfur að Brautarholti. Nú er nýhafin vinna við að endurbyggja hús Samúels sem stendur til að verði gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn sem vinni verk á staðnum. Þar er einnig áformað að hafa minjagripasölu. Kirkjan er opin fram eftir ágústmánuði.