Í ljósi næsta dags
Sýning um Sigurð A. Magnússon
Sýningin Í ljósi næsta dags - Sigurður A. Magnússon var opnuð í Bókasal Þjóðmenningarhússins laugardaginn 24. apríl. Á sýningunni eru störf Sigurðar í gegnum árin dregin fram með munum, myndum og texta með áherslu á feril hans sem rithöfundar, gagnrýnanda, þýðanda og baráttumanns. Sigurður A. Magnússon er rithöfundur í einkar víðum skilningi þess hugtaks og starfsheitis. Sigurður hefur löngum starfað sem ritstjóri, blaðamaður, gagnrýnandi, þýðandi, höfundur ferðabóka og kynningarrita og síðast en ekki síst höfundur skáldlegrar sjálfsævisögu sem margir telja hryggjarstykkið í höfundarverki hans. Sýningin stendur frá 24. apríl 2010 til 15. janúar 2011. Sögumiðlun sá um textagerð og hönnun sýningarinnar.