María Markan
Páll Ísólfsson kallaði eitt sinn Maríu Markan „mestu söngkonu Íslands“. María var á stríðsárunum ráðin að Metropolitan óperunni í New York, en hraktist þaðan eftir að hafa verið ranglega kennd við nazisma. María var fædd í Ólafsvík og þar hefur nú verið sett upp sögusýning um hana í Félagsheimilinu Klifi á vegum Átthagastofu Snæfellsbæjar.