Leiklist í Hafnarfirði
Í Hafnarfirði var leikritið Ráðskona Bakkabræðra leikið fyrir fullu húsi árum saman. Leikið var í Gúttó sem var leikhús bæjarins þar til Bæjarbíó var opnað eftir stríð. Nú hefur Leikminjasafnið sett upp í anddyri Gaflaraleikhússins sýningu um leiklist í Hafnarfirði. Sýningin var áður í gamla Gúttó.