Fjölnota jóladagatal
Sögumiðlun hefur framleitt í örfáum eintökum fjölnota jóladagatal með vísum um dagana sem skipta má út fyrir annað lesmál eða smágjafir sem festar eru við dagana með rauðu garni. Dagarnir eru útfærðir sem einskonar talnaleikur í anda aðdraganda jólanna.
Hér er dæmi um 9. desember:
Snjóboltasnúðurinn kom níundi
Í miklum snjó vildi velta sér
og af snjóáti varð hann voða sver...
Jólakort til styrktar Lyngási
Jólakort Sögumiðlunar til styrktar Lyngási.
Sögumiðlun hefur framleitt jólakort og er myndin á jólakortinu búin til úr pappír, eggjabökkum, álfilmu af smjördollu og gömlu klæði. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til Lyngáss, dagvistar fyrir fötluð börn og ungmenni, sem er hluti af Styrktarfélaginu Ás.
Skoða kortið: framhlið og bakhlið.
Lyngás
Á Lyngási dvelja fötluðustu börnin hverju sinni. Á tímum sem þessum er mikilvægt að gleyma ekki þessum hóp sem þarf á öflugum málsvörum að halda. Það góða starf sem þarna fer fram skiptir sköpum í lífi þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Við viljum leggja okkar af mörkum og um leið þakka fyrir þá frábæru þjónustu sem við fengum er sonur okkar dvaldi þarna í rúmt ár.
Pakki með 8 jólakortum og umslögum kostar 1000 krónur. Þeir sem vilja leggja þessu góða málefni lið geta pantað kort í gegnum tölvupóst, gyda@sogumidlun.is, og bætist þá við sendingarkostnaður.