Sögusýningar
Bæklingar
Málþing og tónleikar í Árbæjarsafni

Lógó
Sunnudaginn 3. ágúst var dagskrá í Árbæjarsafni í tengslum við sýninguna Diskó og Pönk – ólíkir straumar? Sýningunni, sem lýkur um mánaðarmótin ágúst/september er ætlað að höfða til ungs fólks og þar gefst færi á að kynnast menningu ungs fólks í Reykjavík á árunum um 1980. Á málþinginu var reynt að varpa ljósi á ákveðna þætti þessara menningarstrauma og leitað svara við því hvað einkenndi íslenskt diskó og íslenskt pönk. Í kjölfar málþingsins voru síðan tónleikar, þar sem alvöru pönkarar rifjuðu upp gamla takta við góðar undirtektir.

Sýningin hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2007.