Sýning um árabátaútgerð á utanverðu Snæfellsnesi
Árabátaútgerð á utanverðu
Snæfellsnesi.
Í nýrri álmu Sjóminjasafnsins á Hellissandi hefur verið opnuð sýning um árabátaútgerð á utanverðu Snæfellsnesi. Fjallað er um útgerð og bátalag og varir á Gufuskálum, Hellissandi, Keflavík og Rifi auk Krossavíkur. Heimildir benda til þess að á þessu svæði hafi verið fyrsta árabátaútgerð og fyrsta útgerðarþorpið á landinu og þar varð til sérstakt bátalag sem nefnt hefur verið breiðfirska bátalagið. Sögumiðlun sá bæði um textagerð og hönnun sýningarinnar.