Endurvinnsla með hjartanu
Texti með myndinni
Almanak SORPU er komið út en það er unnið í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd sem lánaði flest verkin í það. Verkin eiga það sameiginlegt
að vera unnin úr verðlausum hlutum
sem í höndum listamannanna öðlast
ævintýraljóma. Þau spretta úr einlægri
sköpunarþörf og einstöku næmi fyrir
umhverfinu. Drasli er breytt í dýrgripi sem kæta sálina og opna hugann. Þarna er á ferðinni endurvinnsla í sinni tærustu mynd. Auk þess er almanakið fullt af áhugverðum upplýsingum um endurnýtingu og hvernig hægt er að draga úr þeim úrgangi sem fer til urðunar. Almanakið fæst gefins á starfsstöðvum SORPU svo lengi sem birgðir endast.