Sögusýningar
Bæklingar

Horfin býli og huldar vættir
Kvæðamannahátíð í Dalbæ árið 2002

Viðburðastjórnun

Sögumiðlun ehf. getur séð um stjórnun og skipulagningu menningarviðburða og menningardagskráa. Meðal verkefna fyrirtækisins á þessu sviði á undanförnum árum má nefna Fjölljóðahátíðina Orðið tónlist árið 2006, þriggja daga gjörningadagskrá fyrir Smekkleysu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur. Einnig má nefna skipulagningu tónleikaraðar í tilefni af sýningunni Humar eða frægð í Listasafni Reykjavíkur 2003, dagskrár á vegum Snjáfjallaseturs; Rímnahátíð með ýmsum uppákomum, erindaflutningi og tónleikum (2002), tónleika Kammerkórsins á Ísafirði ásamt erindaflutningi til heiðurs Sigvalda Kaldalóns (2004) og alþjóðlegt málþing um Spánverjavígin (2006).