Sögusýningar
Bæklingar
ÚTGÁFA

 

 

Útgáfa og ritstörf

Djúpmannatal 1801-2011 kom út 2016. Í ritinu eru æviskrár Djúpmanna sem stofnuðu til heimilishalds í þrjú ár eða lengur við Djúp á umræddu tímabili. Fjöldi mynda prýðir bókina. Ólafur Hannibalsson sá um ritstjórn. Sögumiðlun hafði samstarf við Hóla um útgáfuna.

Undir Snjáfjöllum. Önnur bók. Þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd eftir Engilbert S. Ingvarsson kom út 2016. Sögumiðlun hafði samstarf við Snjáfjallasetur um útgáfuna.

Æfiágrip skrifað af honum sjálfum 1935 eftir Kolbein Jakobsson í Dal kom út 2012 með milliköflum eftir Engilbert S. Ingvarsson. Sögumiðlun hafði samstarf við Snjáfjallasetur um útgáfuna.

Þegar rauði bærinn féll. Minningabrot frá Ísafjarðarárum 1944-1953 eftir Engilbert S. Ingvarsson kom út 2010 í útgáfu Sögumiðlunar.

Önnur ritstörf: 

Smekkleysa 33 1/3 kom út 2020 á vegum Smekkleysu S.M. ehf. Ólafur ritstýrði og ritaði inngangstexta. 

Kaldalón og Kaldalóns. Ólafur ritaði megintexta. Snjáfjallasetur, Minningarsjóður Kaldalóns og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, 2016.

Steinn Steinarr - sýning í Steinshúsi kom út 2015. Ólafur skrifaði megintextann um ævi og feril skáldsins.

Útilegumenn í Ódáðahrauni kom út 2008 í tengslum við samnefnda sýningu. Ólafur tók ritið saman.

BA-ritgerð Ólafs J. Engilbertssonar í sagnfræði, Leikmyndlist á Íslandi, var gefin út af Sögumiðlun 2007.

Lokaverkefni Ólafs í hagnýtri menningarmiðlun, Sögueyjan heldur sjó (2007), er aðgengilegt hér http://www.menningarmidlun.hi.is/SogueyjanheldursjoVefur.pdf.

Ólafur tók saman ritið Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu fyrir Snjáfjallasetur 2003.

Ólafur samdi ásamt Kára Schram handrit Steyptra drauma, leikinnar heimildamyndar um Samúel Jónsson í Selárdal 1999.

Ólafur þýddi rit Octavio Paz Völundarhús einsemdarinnar sem Smekkleysa SM ehf gaf út 1993.

Ólafur hefur gefið út eftirtaldar ljóðabækur: Andans líf í sveitum. Sögumiðlun, 2010. Áður en rafmagnið kemst á. Eigin útgáfa, 1988. Svíta Ísidórs greifa. Medúsa, 1985. Taumlaus sæla. Medúsa, 1982. Efnahagslíf í stórborgum. Medúsa, 1980.

Gyða S. Björnsdóttir hefur skrifað barnabók um gildi endurvinnslu, Ævintýri Sebastíans Kassmanns, útg. Sorpa 2001 og gert lita- og leikjabókina Fróðólfur og Freyja á ferðalagi, einnig fyrir Sorpu.